Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. september 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Manchester United tekur á móti Arsenal
Fer Antony beint  í byrjunarliðið?
Fer Antony beint í byrjunarliðið?
Mynd: Getty Images
Tekst Leicester að snúa slæmu gengi við gegn sjóðandi heitum andstæðingum?
Tekst Leicester að snúa slæmu gengi við gegn sjóðandi heitum andstæðingum?
Mynd: Getty Images

Tveir síðustu leikir sjöttu umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins fara fram í dag þar sem Brighton tekur á móti botnliði Leicester áður en Manchester United fær Arsenal í heimsókn í klassískum stórleik á Old Trafford.


Það ríkir mikil eftirvænting fyrir stórleikinn þar sem bæði lið hafa verið að gera góða hluti síðustu vikur. Arsenal er búið að vinna alla fimm fyrstu leiki úrvalsdeildartímabilsins á meðan Rauðu djöflarnir eru með þrjá sigra í röð eftir tvö slæm töp í fyrstu umferðunum.

Arsenal trónir á toppi deildarinnar og er með leik til góða á næstu lið. Lærisveinar Mikel Arteta geta komist í fjögurra stiga forystu á Englandsmeisturum Manchester City með sigri í dag. City menn eru með 14 stig eftir að hafa verið heppnir að ná jafntefli á útivelli gegn Aston Villa í gær.

Man Utd er með níu stig og getur því brúað bilið á milli sín og Arsenal niður í þrjú stig með sigri á heimavelli.

Það ríkir þó einnig eftirvænting fyrir leikinn í Brighton þar sem tvö áhugaverð lið mætast. Brighton er að spila skemmtilegan fótbolta og situr í fjórða sæti með tíu stig á meðan Leicester er óvænt á botninum eftir að hafa vanið sig á Evrópubaráttu undanfarin ár.

Leikir dagsins:
13:00 Brighton - Leicester
15:30 Man Utd - Arsenal


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner