Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. september 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Atalanta stöðvaði félagsskipti Malinovskyi til Tottenham
Malinovskyi er 29 ára og hefur komið að 57 mörkum í 132 leikjum með Atalanta.
Malinovskyi er 29 ára og hefur komið að 57 mörkum í 132 leikjum með Atalanta.
Mynd: EPA

Úkraínski landsliðsmaðurinn Ruslan Malinovskyi, sem spilar með Atalanta, var ekki langt frá því að ganga í raðir Tottenham í sumar.


Antonio Conte og Fabio Paratici eru hrifnir af honum og þeim hefur hingað til gengið vel að finna rétta leikmenn til að kaupa úr ítalska boltanum.

Tottenham vildi fá Malinovskyi á lánssamningi með kaupmöguleika. Það er draumur Malinovskyi að spila í ensku úrvalsdeildinni og vildi hann því skipta yfir en bað aldrei um sölu. Honum líður vel á Ítalíu en verður frjáls ferða sinna þegar samningurinn hans rennur út næsta sumar.

Marseille reyndi einnig að fá Malinovskyi í sínar raðir en Antonio Percassi, forseti Atalanta, neitaði að gefa hann frá sér. Leikmaðurinn var þó ekki sérlega spenntur fyrir frönsku deildinni og hefði líklegast verið áfram í Serie A.

Það eru góðar líkur á að Malinovskyi velji að fara til Tottenham í janúar eða næsta sumar, eftir því hvernig mál þróast.


Athugasemdir
banner
banner
banner