Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 04. september 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: England og Þýskaland tryggðu sætin sín
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Enska kvennalandsliðið er búið að tryggja sér sæti á HM kvenna á næsta ári sem verður haldið í Eyjaálfu.


England vann Austurríki á útivelli í gær til að innsigla toppsæti undanriðilsins fyrir lokaumferðina.

Ensku konurnar gjörsamlega rústuðu undanriðlinum sínum, þær eru með fullt hús stiga eftir 9 umferðir og markatöluna 70-0.

England er meðal sterkustu fótboltaþjóða heims og vann EM á heimavelli í sumar.

Ísland á enn góða möguleika á að tryggja sér sæti á HM en þetta verður í fyrsta sinn sem 32 þjóðir taka þátt á lokamóti kvenna.

Alessia Russo og Nikita Parris sáu um markaskorun Englendinga í gær og gaf Lauren Hemp eina stoðsendingu.

Austurríki 0 - 2 England
0-1 Alessia Russo ('7)
0-2 Nikita Parris ('69)

Sterkt landslið Þýskalands tryggði sér þá líka sæti á HM með sigri í gær. Þýsku konurnar fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þær tyrknesku og unnu þriggja marka sigur á útivelli.

Þýskaland er með fimm stiga forystu á Portúgal fyrir lokaumferð riðlakeppninnar, með 24 stig eftir 9 umferðir. 

Þýska landsliðið mætti því enska í úrslitaleik Evrópumótsins og tapaði í fyrsta sinn í sögu sinni. Þjóðverjar höfðu unnið átta af átta úrslitaleikjum EM kvenna sem þær höfðu tekið þátt í fram að þessu.

Tyrkland 0 - 3 Þýskaland
0-1 Felicitas Rauch ('57)
0-2 Klara Buhl ('59)
0-3 Lea Schuller ('77)


Athugasemdir
banner
banner
banner