sun 04. september 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Howe ósáttur: Þetta er annað hvort mark eða vítaspyrna
Mynd: EPA

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United, var svekktur eftir markalaust jafntefli gegn Crystal Palace um helgina.


Newcastle kom boltanum í netið í leiknum en markið var ekki dæmt gilt eftir nánari athugun með VAR.

Dómarateymið mat það sem svo að Joe Willock hafi brotið á markverði Palace, þó að leikmaðurinn hafi í raun ekki haft neitt vald á eigin líkama eftir mjög augljósa bakhrindingu innan vítateigs. 

Alan Shearer, fyrrum sóknarmaður Newcastle og enska landsliðsins, hraunaði yfir dómarateymið fyrir þessa ákvörðun en Howe var rólegri að leikslokum.

„Mér fannst þetta vera brot því Joe Willock fær bakhrindingu og þess vegna rekst hann á markvörðinn. Það er ekki séns að Joe hefði farið í markmanninn af svona miklum krafti án þess að vera hrint," sagði Howe.

„Að mínu mati er þetta ekki sóknarbrot. Þetta er annað hvort mark eða vítaspyrna."

Sjá einnig:
Sjáðu atvikin: Fáránlegar ákvarðanir í Newcastle og London


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner