sun 04. september 2022 13:43
Ívan Guðjón Baldursson
Karim Benzema horfinn af samfélagsmiðlum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid og franska landsliðsins, hvarf af samfélagsmiðlum í dag án nokkurrar útskýringar.


Það veit enginn hvað kom fyrir en aðgangur stórstjörnunnar á Twitter var með 20 milljón fylgjendur og á Instagram voru fylgjendurnir um 60 milljónir. Þá er Facebook síða Benzema einnig horfin.

Benzema verður 35 ára í desember og er nýlega byrjaður að spila aftur með franska landsliðinu eftir rúmlega fimm ára útlegð. Hann hefur aldrei verið í betra standi og skoraði 44 mörk í 46 leikjum er Real Madrid vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Við fáum eflaust útskýringu á þessu von bráðar en þangað til er þetta ráðgáta fyrir okkur öll.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner