Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. september 2022 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Keane um Arteta: Kominn með nóg af þessum afsökunum
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Roy Keane var ekkert sérstaklega hrifinn af þeim orðum sem Mikel Arteta, stjóri Arsenal, lét falla í viðtali eftir 3-1 tapið gegn Manchester United í dag.

Marcus Rashford skoraði tvö og lagði upp eitt í sigrinum í leik þar sem Arsenal var meira og minna að ráða ferðinni.

Arteta talaði um að Arsenal hafi fengið góð færi og verið nánast með öll völd á leiknum. Hann kvartaði yfir markinu sem var tekið af liðinu á 11. mínútu en var lítið í því að hrósa andstæðingnum.

Keane, sem er fyrrum leikmaður United, var í setti hjá Sky Sports, en hann segist vera kominn með nóg af afsökunum frá Arteta.

„Ég er kominn með upp í kok af þessum afsökunum hjá Arsenal og mér er alvara með þetta. Arteta fór í viðtal eftir leikinn, hlustið á það, því hann er tapsár eins og við hinir."

„Hann verður að gefa Manchester United smá hrós en hann gerir það aldrei. Ekki vera með þessar afsakanir. Hann tapaði leiknum 3-1."

„Þú getur tekið hrósið en mátt gefa mér stigin alla daga vikunnar,"
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner