Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. september 2022 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Kokkurinn vinsæli með í för er stelpurnar flugu út
Icelandair
Ylfa var með liðinu á EM í Englandi.
Ylfa var með liðinu á EM í Englandi.
Mynd: KSÍ
Stelpurnar okkar eru að fara inn í gríðarlega mikilvægan leik gegn Hollandi.
Stelpurnar okkar eru að fara inn í gríðarlega mikilvægan leik gegn Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu eru mættar til Utrecht í Hollandi þar sem er framundan einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands.

Ísland er að fara að leika við Holland í hreinum úrslitaleik um það að komast beint á HM.

Íslenska liðið vann 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld og er á toppi riðils síns fyrir leikinn gegn Hollandi. Ísland fer beint á HM með sigri eða jafntefli gegn Hollandi. Ef leikurinn tapast, þá fer Ísland í umspil.

Það er ljóst að umgjörðin í kringum íslenska liðið er með besta móti hér í Utrecht. Stjörnukokkurinn Ylfa Helgadóttir flaug með liðinu til Hollands og á greinilega að sjá um það að stelpurnar okkar séu vel nærðar fyrir leikinn mikilvæga.

Ylfa var með liðinu á EM í Englandi í sumar og var mjög vinsæl á meðal hópsins.

„Ég get alveg sagt þér það að Ylfa er snillingur og maturinn sem er á borðum er algjörlega frábær," sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í viðtali við Fótbolta.net á EM í sumar.

Annars er framundan landsliðsæfing hér í Utrecht síðar í dag. Undirbúningur er kominn á fullt fyrir þennan gríðarlega mikilvæga leik.

Fótbolti.net er auðvitað á staðnum og munum við flytja fréttir frá Utrecht næstu daga.

Sjá einnig:
Kokkurinn fær sérstakt hrós - „Maturinn sem er á borðum er algjörlega frábær"
Athugasemdir
banner
banner
banner