Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 04. september 2022 13:24
Ívan Guðjón Baldursson
Naby Keita ekki í Meistaradeildarhópnum - 17 ára Bajcetic er með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Firmino er skráður sem miðjumaður á vefsíðu UEFA.
Firmino er skráður sem miðjumaður á vefsíðu UEFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool er búið að staðfesta leikmannahóp sinn fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er miðjumaðurinn Naby Keita ekki með.


Liverpool hefur verið í vandræðum vegna meiðsla á miðjunni og hefur meiðslapésanum Keita ekki tekist að halda sér heilum. Hann spilaði í 40 leikjum á síðustu leiktíð sem er það mesta frá komu hans til Liverpool en aðeins 23 þeirra voru í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði í 10 Meistaradeildarleikjum er Liverpool fór alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar gegn Real Madrid.

Sautján ára gamall Stefan Bajcetic fær sæti í hópnum framyfir Keita sem er að glíma við vöðvameiðsli. 

Alex Oxlade-Chamberlain er einnig mikill meiðslapési og fær hann heldur ekki sæti í leikmannahópinum. 

Ekki er hægt að skrá nýja leikmenn til leiks í Meistaradeildinni fyrr en eftir félagsskiptaglugga vetrarins.

Meistaradeildarhópur Liverpool:
Alisson Becker
Adrián
Caoimhin Kelleher

Joe Gomez
Virgil van Dijk
Ibrahima Konaté
Kostas Tsimikas
Calvin Ramsay
Andrew Robertson
Joël Matip
Nathaniel Phillips
Trent Alexander-Arnold

Fabinho
Thiago Alcántara
James Milner
Roberto Firmino
Jordan Henderson
Fabio Carvalho
Arthur
Stefan Bajcetic Maquieira

Mohamed Salah
Diogo Jota
Luis Díaz
Darwin Núñez




Athugasemdir
banner
banner
banner