Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 04. september 2022 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Smári spáir í 20. umferð Bestu deildarinnar
Óskar Smári - Staðið upp og klappað
Óskar Smári - Staðið upp og klappað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já vinur minn
Já vinur minn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað er hann eiginlega góður í fótbolta?
Hvað er hann eiginlega góður í fótbolta?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrenna frá Jasoni annað kvöld?
Þrenna frá Jasoni annað kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tuttugasta umferð Bestu deildar karla fer að mestu fram í dag. Fimm leikir fara fram í dag og umferðinni lýkur svo með leik Breiðabliks og Vals á mánudagskvöld.

Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum kvennaliðs Fram og meðlimur Ástríðunnar, er spámaður umferðarinnar. Jasmín Erla Ingadóttir spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá rétta. Svona spáir Óskar leikjunum.

Víkingur 2- 0 ÍBV

Víkingarnir fundu loksins sigur í síðustu umferð og fylgdu því eftir með frábærum sigri í bikarnum. Þeir eru ennþá með blóðbragðið í munninum og munu klára eyjamenn 2-0.

Logi Tómas setur eitt af dýrari tegundinni og Danijel Djuric, sonur Dejan Djuric sem er alvöru Tindastóls legend setur eitt fyrir gamla.
Enginn maður sagt jafn oft við mig " já vinur minn" eins og Dejan Djuric, þvílikur toppmaður.

Leiknir 1 - 0 FH

Alvöru botnbaráttuslagur í Breiðholtinu þar sem heimamenn skora sigurmarkið undir lokin. Emil Berger mun skora það af vítapunktinum. Rétt á undan mun maðurinn sem fangaði athygli þjóðarinnar með því að verja vítið gegn Blikunum - Atli Jó - verja víti hinumegin.

Fyrir áhugasama munu Elvar Geir og Þórir Hákonar fara svo yfir þennan leik á Ölver seinna um kvöldið.

ÍA 0 - 0 KR

Tvö fornfræg félög sem mætast í hörku leik þrátt fyrir markalaust jafntefli. KR hafa yfirhöndina út á velli en agaður og skipulagður varnarleikur sem Jón Þór hefur lagað skilar góðum punkti fyrir heimamenn.

Stjarnan 3 - 0 Keflavík

Stjarnan mun finna gamla formið eftir vægast sagt slaka 3 síðustu leiki. Varnarleikurinn verið tekin í gegn af Mr. Elísabetarsyni og þeir halda hreinu og setja 3 mörk á Keflvíkíngana. BBB setur eitt með skalla, Ísak Andri verður svo með hin 2.

Fram 3 - 2 KA

Það er svo sannarlega gaman að vera Framari í dag. Liðið spilar einn skemmtilegasta fótboltann í deildinni og alltaf eru mörk þegar Fram spilar. Hörkuleikur í dal draumanna, þar sem þreytan hjá KA mun segja til sín í lokin.

Gummi Magg skorar fyrsta markið, en KA svara með 2 frá Hallgrími og ein besta 6an í deildinni, Rodrigo Gomes Mateo, skorar svo gullfallegt mark. Fram gefst ekki upp og koma til baka í seinni og klára leikin. Jannick kemur inná og skorar og mun leggja svo upp annað mark á Gumma Magg sem setur þriðja og klárar leikin undir lokin fyrir Fram.

Thiago verður áfram að sýna töfra sína, hvað er hann eiginlega góður í fótbolta?

Breiðablik 3 - 1 Valur

Hvað gera góð lið þegar þau fá kjaftshöggið? Óskar kom þessu vel frá sér eftir leikinn gegn Blikunum: "þetta snýst ekki um höggið sjálft, heldur hvernig þú bregst við því" og það sem Blikarnir munu gera er að bregðast við því með því að sigra Val sannfærandi í stórleik umferðarinnar.

Jason Daði var vægast sagt slakur í leiknum gegn Víkingi, ég man ekki eftir 2 slökum leikjum í röð frá honum þannig ég set þrennu á hann. Arnór Smára fær 5 min undir lokin og setur mark á þeim tíma, enda er það svosem það sem hann gerir þegar hann fær að spila - kemur með impact.

Hér að neðan má hlusta á umræðu um síðustu umferð í Innkastinu og upphitun fyrir 20. umferðina í Útvarpsþættinum.
Innkastið - Uppgjör á slóðum séra Friðriks
Útvarpsþátturinn - Gósentíð í íslenska og enska
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner