Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 04. október 2019 09:38
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Frábært að máta okkur gegn svona öflugu liði
Dagný spilar með grímu
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni. Það er frábært fyrir okkur að máta okkur aðeins gegn svona öflugu liði," segir Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, um vináttuleikinn gegn Frakklandi í kvöld.

Frakkar eru í fjórða sæti í heimslistanum á meðan Ísland er í 17. sætinu. Jón Þór segir að íslenska liðið fari af krafti í leikinn.

„Við höfum ekki breytt okkar undirbúningi mikið eða því hvernig við komum inn í þennan leik."

Á þriðjudaginn leikur Ísland síðan við Lettland í undankeppni EM. Jón Þór ætlar að nota sex skiptingar í leiknum í kvöld til að dreifa álaginu. Jón Þór mun einnig breyta byrjunarliðinu á milli leikja.

„Við erum með öflugan hóp og við gerum breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að leikmennirnir sem koma inn eru klárir í slaginn," sagði Jón Þór.

Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði í leik með Portland Thorns um helgina en hún mun spila með grímu í kvöld. Aðrir leikmenn eru heilir heilsu og klárir í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner