fös 04. október 2019 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Hertha á skriði - Guðlaugur Victor lék í jafntefli
Hertha fagnar marki í þriðja sigurleiknum í röð.
Hertha fagnar marki í þriðja sigurleiknum í röð.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hertha 3 - 1 Fortuna Dusseldorf
0-1 Rouwen Hennings ('32 , víti)
1-1 Vedad Ibisevic ('37 )
2-1 Javairo Dilrosun ('44 )
3-1 Vladimir Darida ('62 )

Hertha Berlín virðist vera komið á skrið í þýsku úrvalsdeildinni. Berlínarbúar unnu sinn þriðja leik í röð í deildinni í kvöld.

Hertha tók á móti Fortuna Dusseldorf á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dusseldorf komst yfir með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu, en fimm mínútum síðar jafnaði Vedad Ibisevic metin fyrir Hertha.

Hollendingurinn Javairo Dilrosun kom Hertha í forystu á frábærum tímapunkti, rétt fyrir leikhlé og í seinni hálfleiknum skoraði miðjumaðurinn Vladimir Darida þriðja mark Hertha.

Þar við sat og lokatölur 3-1 fyrir Hertha. Liðið er í tíunda sæti með 10 stig. Dusseldorf er með fjögur stig í 14. sæti.

Jafnt hjá Darmstadt og Karlsruher
Það var einnig leikið í þýsku B-deildinni í kvöld. Þar var Guðlaugur Victor Pálsson í eldlínunni með Darmstadt.

Guðlaugur Victor lék á miðjunni hjá Darmstadt er liðið tók á móti Karlsruher SC.

Fjörið var allt í byrjun þess leiks. Darmstadt komst yfir eftir sjö mínútur, en gestirnir jöfnuðu tveimur mínútum síðar. Þar við sat og jafntefli niðurstaðan.

Darmstadt hefur ekki byrjað sérstaklega og er í 15. sæti af 18 liðum. Darmstadt hefur fengið átta stig úr níu leikjum til þessa.

Guðlaugur Victor er í landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag. Íslenska landsliðið á leiki framundan gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner