Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 12:14
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Nketiah kemur inn fyrir Lacazette
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir sem hefjast samtímis klukkan 13:00 og hafa byrjunarliðin verið kynnt. Arsenal tekur á móti Sheffield í áhugaverðum slag á meðan Wolves og Fulham eigast við.

Mikel Arteta gerir fjórar breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Liverpool á mánudaginn þar sem Eddie Nketiah kemur inn fyrir Alexandre Lacazette og leiðir sóknarlínuna.

Gabriel, Dani Ceballos og Bukayo Saka koma einnig inn í byrjunarliðið og senda Rob Holding, Granit Xhaka og Ainsley Maitland-Niles á bekkinn.

Sheffield United gerir aðeins eina breytingu þar sem John Egan kemur inn í hjarta varnarinnar fyrir Ethan Ampadu og fær fyrirliðabandið.

Arsenal er með sex stig fyrir viðureignina en Sheffield á enn eftir að skora sitt fyrsta mark.

Arsenal: Leno, Bellerin, D. Luiz, Gabriel, Tierney, Ceballos, Elneny, Saka, Willian, Nketiah, Aubameyang
Varamenn: Rúnarsson, Holding, Maitland-Niles, Willock, Xhaka, Pepe, Lacazette

Sheffield Utd: Ramsdale, Baldock, Basham, Egan, Robinson, Stevens, Osborn, Berge, Lundstram, Burke, McGoldrick
Varamenn: Foderingham, Fleck, McBurnie, Sharp, Lowe, Ampadu, Norwood



Max Kilman byrjar í stöðu vinstri vængbakvarðar hjá Úlfunum sem eru án Fernando Marcal og Jonny Otto vegna meiðsla. Ruben Vinagre getur ekki verið með þar sem hann er að gangast undir læknisskoðun hjá Olympiakos.

Nuno Espirito Santo gerir tvær aðrar breytingar þar sem Leander Dendoncker og Daniel Podence koma inn í byrjunarliðið í stað Joao Moutinho og Adama Traore.

Ademola Lookman gæti spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Fulham en hann byrjar á bekknum í dag. Kantmaðurinn knái er hjá félaginu að láni frá RB Leipzig.

Wolves: Patricio, Semedo, Boly, Coady, Saiss, Kilman, Dendoncker, Neves, Podence, Jimenez, Neto
Varamenn: Ruddy, Hoever, Silva, Vitinha, Moutinho, Traore, Buur

Fulham: Areola, Aina, Le Marchand, Ream, Bryan, Cavaleiro, Anguissa, Cairney, Robinson, Mitrovic, Reid
Varamenn: Rodak, Hector. Odoi, Kebano, Johansen, Lookman, Kamara
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner