Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. október 2020 14:09
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Aron Elís og Sveinn Aron komu inn af bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dvöl Kjartans Henry hjá Vejle virðist vera að taka enda.
Dvöl Kjartans Henry hjá Vejle virðist vera að taka enda.
Mynd: Getty Images
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í fyrstu leikjum dagsins í danska boltanum.

Varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson spilaði síðustu mínúturnar í 2-2 jafntefli Sonderjyske gegn Lyngby. Honum var skipt inn á 84. mínútu þegar Sonderjyske var með eins marks forystu en Ísak get ekkert gert til að koma í veg fyrir jöfnunarmarkið. Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby.

Odense tapaði þá heimaleik gegn Vejle og misstu heimamenn mann af velli snemma leiks. Tíu leikmenn OB héldu út þar til á lokakaflanum þegar Mads Greve gerði sigurmark Vejle.

Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu að spila síðustu mínútur leiksins í liði OB á meðan Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle.

Lyngby 2 - 2 Sonderjyske
0-1 Anders Jacobsen ('25)
1-1 Christian Jakobsen ('42)
1-2 Anders Jacobsen ('71)
2-2 Nicolai Geertsen ('91)
Rautt spjald: A. Riel, Lyngby ('96)

OB 0 - 1 Vejle
0-1 Mads Greve ('87)
Rautt spjald: Issam Jebali, OB ('22)

Í B-deildinni varði Elías Rafn Ólafsson mark Fredericia sem tók á móti Helsingor.

Jeppe Kjær skoraði tvennu á fyrstu mínútum leiksins og héldu gestirnir forystunni þar til Henry Uzochokwu minnkaði muninn í uppbótartíma.

Fredericia náði ekki að pota inn Jöfnunarmarki og eru liðin jöfn um miðja deild, með 12 stig eftir 6 umferðir.

Fredericia 1 - 2 Helsingor
0-1 Jeppe Kjær ('3)
0-2 Jeppe Kjær ('6)
1-2 Henry Uzochokwu ('91)
Athugasemdir
banner
banner