sun 04. október 2020 13:28
Ívan Guðjón Baldursson
Diallo, Todibo og Raphinha eru á leið í enska boltann
Todibo á fimm leiki að baki fyrir Barcelona.
Todibo á fimm leiki að baki fyrir Barcelona.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að við getum búist við mikið af félagaskiptum í dag og á morgun.

Southampton, Fulham og Leeds eru öll við það að styrkja leikmannahópa sína þar sem nýir leikmenn eru á leiðinni.

Southampton er að krækja í Ibrahima Diallo sem kemur frá franska félaginu Brest og kostar 12 milljónir punda. Diallo er 21 árs miðjumaður með 15 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka.

Fulham er að ganga frá kaupum á Jean-Clair Todibo frá Barcelona fyrir svo lítið sem 18 milljónir punda. Félögin hafa komist að samkomulagi og er Fulham í samningsviðræðum við Todibo.

Þá er brasilíski kantmaðurinn Raphinha á leið til Leeds United fyrir um 20 milljónir. Raphinha er 23 ára og kemur frá Rennes, þar sem hann gerði 7 mörk í 30 leikjum í fyrra. Hann er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað vinstra megin. Raphinha gekk í raðir Rennes í fyrra eftir eitt ár hjá Sporting.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner