Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 04. október 2020 12:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: West Ham skellti Leicester - Southampton vann
Antonio getur ekki hætt að skora. Fyrsti leikmaður West Ham til að skora í fimm deildarleikjum í röð í næstum 30 ár.
Antonio getur ekki hætt að skora. Fyrsti leikmaður West Ham til að skora í fimm deildarleikjum í röð í næstum 30 ár.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leicester 0 - 3 West Ham
0-1 Michail Antonio ('14)
0-2 Pablo Fornals ('34)
0-3 Jarrod Bowen ('83)

Leicester City steinlá á heimavelli gegn West Ham United í fyrsta leik enska boltans í dag. Hamrarnir voru mun betri og stjórnuðu gangi mála frá fyrstu mínútu.

Michail Antonio skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Aaron Cresswell, sem lagði annað mark upp fyrir Pablo Fornals 20 mínútu síðar. Sú stoðsending var afar skemmtileg þar sem Cresswell hreinsaði boltann hátt upp í loft og gerði Fornals afar vel að ná valdi á knettinum og skora.

Leicester sá ekki til sólar þrátt fyrir að halda boltanum vel innan liðsins við miðjubogann og innsiglaði Jarrod Bowen sigur gestanna undir lokin, eftir frábæran undirbúning frá Pablo Fornals.

Heimamenn byrjuðu að finna taktinn alltof seint, eða í uppbótartíma, þegar Jamie Vardy klúðraði fyrst dauðafæri áður en Harvey Barnes kom knettinum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Niðurstaðan sanngjarn sigur West Ham sem er með sex stig eftir fjórar umferðir. Leicester var með fullt hús stiga fyrir leikinn og er í öðru sæti með níu stig sem stendur.

Southampton 2 - 0 West Brom
1-0 Moussa Djenepo ('41)
2-0 Oriol Romeu ('69)

Á sama tíma átti Southampton heimaleik gegn nýliðum West Bromwich Albion og gerði Moussa Djenepo fyrsta mark leiksins skömmu fyrir leikhlé.

Southampton var við stjórn allan leikinn og tvöfaldaði Oriol Romeu forystuna með glæsilegu marki á 69. mínútu. Romeu tók boltann þá frábærlega viðstöðulaust á lofti og átti Sam Johnstone í marki WBA ekki möguleika.

Southampton er með sex stig eftir sigurinn. West Brom er aðeins með eitt stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner