Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Breiðablik mætir Fylki í Evrópubaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í dag fara tólf leikir fram í fjórum bestu deildum Íslandsmótsins. Helmingur þeirra er í Pepsi Max-deild karla og hinn helmingurinn ýmist í Pepsi Max-deild kvenna og Lengjudeildunum.

Það er hörð barátta um Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni þar sem FH er í góðri stöðu í öðru sæti, með fimm stiga forystu á næstu lið.

FH heimsækir ÍA á meðan Víkingur R. og KA eigast við í neðri hlutanum, en ekkert lið er í fallhættu þar sem Grótta og Fjölnir eru svo gott sem fallin.

Fjölnir á útileik gegn Stjörnunni í dag á sama tíma og HK tekur á móti KR. Þessir leikir fara fram áður en topplið Vals mætir Gróttu og Breiðablik spila við Fylki.

Valur er þegar með aðra hönd á titlinum á meðan Blikar og Fylkismenn eru í hörkubaráttu sín á milli um Evrópusæti.

Í Pepsi Max-deild kvenna á fallbaráttan enn eftir að ráðast og er gríðarleg spenna þar. Botnlið KR heimsækir Þrótt R. í fyrsta leik dagsins, skömmu áður en Þór/KA tekur á móti Selfossi.

ÍBV og FH eigast svo við í fallbaráttunni en Eyjastúlkur geta bjargað sér frá falli með sigri.

Magni og Þór eigast svo við í grannaslag á Grenivík sem átti að fara fram í gær en þurfti að fresta vegna veðurs.

Pepsi Max-deild karla
14:00 Víkingur R.-KA (Stöð 2 Sport - Víkingsvöllur)
14:00 ÍA-FH (Norðurálsvöllurinn)
17:00 HK-KR (Stöð 2 Sport - Kórinn)
17:00 Stjarnan-Fjölnir (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Grótta (Origo völlurinn)
19:15 Breiðablik-Fylkir (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)

Pepsi-Max deild kvenna
13:00 Þróttur R.-KR (Eimskipsvöllurinn)
13:30 Þór/KA-Selfoss (Stöð 2 Sport 3 - Boginn)
14:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)

Lengjudeild karla
14:00 Magni-Þór (Grenivíkurvöllur)

Lengjudeild kvenna
12:00 Völsungur-Haukar (Vodafonevöllurinn Húsavík)
14:00 Keflavík-Grótta (Nettóvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner