sun 04. október 2020 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Leao og Theo afgreiddu Spezia - Milan með fullt hús
Franck Kessie og Rafael Leao stigu upp í fjarveru Zlatan Ibrahimovic sem er með kórónuveiruna.
Franck Kessie og Rafael Leao stigu upp í fjarveru Zlatan Ibrahimovic sem er með kórónuveiruna.
Mynd: Getty Images
AC Milan 3 - 0 Spezia
1-0 Rafael Leao ('57)
2-0 Theo Hernadnez ('76)
3-0 Rafael Leao ('78)

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í Mílanó er AC Milan tók á móti nýliðum Spezia í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum.

Hakan Calhanoglu kom inn í hálfleik og var hann búinn að leggja fyrsta mark leiksins upp skömmu síðar. Hann tók þá laglega aukaspyrnu sem Rafael Leao setti í netið.

Bakvörðurinn öflugi Theo Hernandez tvöfaldaði forystu heimamanna eftir frábært einstaklingsframtak þar sem hann vann boltann á miðjunni og keyrði sjálfur að vítateigslínunni og skaut.

Skömmu síðar innsiglaði Leao sigurinn eftir góðan skalla frá Franck Kessie.

Milan er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og eiga lærisveinar Stefano Pioli enn eftir að fá mark á sig. Spezia er með þrjú stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner