Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 04. október 2020 16:22
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Magni klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kairo Edwards-John var næstum búinn að setja þrennu gegn Þór.
Kairo Edwards-John var næstum búinn að setja þrennu gegn Þór.
Mynd: Getty Images
Magni 3 - 4 Þór
1-0 Costelus Lautaru ('1)
1-1 Sigurður Marinó Kristjánsson ('19)
1-2 Loftur Páll Eiríksson ('23)
1-3 Guðni Sigþórsson ('33)
2-3 Kairo Edwards-John ('53)
3-3 Kairo Edwards-John ('64)
3-4 Jóhann Helgi Hannesson ('72)
3-4 Kairo Edwards-John ('93, misnotað víti)

Magni og Þór áttust við í hörkuleik með gríðarlega mikla þýðingu fyrir Grenvíkinga sem eru í harðri fallbaráttu. Grenvíkingar komust yfir strax á fyrstu mínútu eftir laglega takta Alejandro Munoz sem lagði upp fyrir Costelus Lautaru.

Sigurður Marinó Kristjánsson jafnaði á 19. mínútu eftir klafs fyrir framan vítateig Magna. Skömmu síðar tóku Akureyringar forystuna þegar Loftur Páll Eiríksson stangaði hornspyrnu í varnarmann og þaðan í netið. Guðni Sigþórsson tvöfaldaði svo forystu Þórs og leiddu gestirnir í leikhlé, 1-3.

Kairo Edwards-John minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks eftir kómískan varnarleik Akureyringa sem endaði með tveimur mönnum liggjandi í jörðinni. Grenvíkingar sóttu og skoraði Kairo jöfnunarmark á 64. mínútu eftir laglega sendingu frá Alejandro.

Staðan var orðin 3-3 en fjörið var ekki á enda því Jóhann Helgi Hannesson kom Þór aftur yfir á 72. mínútu.

Undir lokin lögðu Magnamenn allt púður í sóknarleikinn og var það næstum búið að skila árangri þegar Kairo steig á vítapunktinn á 93. mínútu. Því miður fyrir Grenvíkinga og Kairo fór boltinn framhjá stönginni og missti hann því af þrennunni sinni og dýrmætu stigi.

Magni er í harðri fallbaráttu við Þrótt R. og Leikni F. þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Liðin þrjú eru jöfn á stigum. Þór siglir lygnan sjó í efri hlutanum.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner