sun 04. október 2020 12:43
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli mætir ekki til leiks gegn Juve í kvöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mikil ringulreið ríkir á Ítalíu eftir að leikmannahópur Napoli var settur í sóttkví eftir að Piotr Zielinski og Elif Elmas greindust með smit.

Napoli á stórleik við Juventus í kvöld en ítalska knattspyrnusambandið hefur hingað til neitað að fresta viðureigninni þrátt fyrir fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda um að leikmenn liðsins megi ekki yfirgefa aðsetur sínar.

Heilbrigðisyfirvöld vilja ekki leyfa leikmönnum Napoli að spila við Juventus eftir það sem gerðist í 6-0 sigri Napoli gegn Genoa, þar sem leikmenn Genoa smituðu leikmenn Napoli.

Það vekur athygli að knattspyrnusambandið sé ekki búið að tilkynna að leiknum verði frestað en Juventus staðfesti leikmannahóp sinn í tísti fyrr í dag, þar sem leikurinn er enn á dagskrá.

Uppfærsla:
Knattspyrnusambandið telur Napoli ekki hafa skilað nægum gögnum til að sanna fram á að liðið átti að vera í sóttkví. Andrea Agnelli, voldugur forseti Juventus, ýjar að því að Napoli hafi beðið um að vera sett í sóttkví.

Vandinn felst í því að heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu eru ekki sérlega samsillt þar sem hvert svæði hefur sínar eigin reglur. Mögulegt er að þetta mál fari fyrir dóm verði ekki tekin ákvörðun um að fresta leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner