sun 04. október 2020 16:10
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: FH á lífi eftir endurkomu í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV 1 - 3 FH
1-0 Karlina Miksone ('8)
1-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('70)
1-2 Phoenetia Maiya Lureen Browne ('77)
1-3 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('89)

Hafnfirðingar eru enn á lífi í fallbaráttu Pepsi Max-deildar kvenna eftir góða endurkomu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

Karlina Miksone kom ÍBV yfir snemma leiks með geggjuðu langskoti þar sem hún sá Telmu Ívarsdóttur standa alltof langt frá marklínunni.

Mikið var undir í Eyjum og bæði lið hungruð í sigur en næsta mark leit ekki dagsins ljós fyrr en á 70. mínútu eftir jafnan og skemmtilegan klukkutíma af fótbolta.

Það var Andrea Mist Pálsdóttir sem skoraði sturlað mark þar sem hún lék á andstæðing og negldi knettinum í skeytina. Sjö mínútum síðar kom Phoenetia Browne gestunum yfir með marki eftir hornspyrnu.

ÍBV leitaði að jöfnunarmarki en það gekk ekki betur en svo að Helena Ósk Hálfdánardóttir innsiglaði sigur FH á lokamínútunum.

Stigin þrjú gætu hjálpað við að bjarga FH frá falli en liðið er í fallsæti með 16 stig þegar tvær umferðir eru eftir. FH á eftir að spila við Val og Fylki, en ÍBV er aðeins einu stigi ofar og á talsvert auðveldari leiki gegn Selfoss og KR.

FH getur einnig náð Stjörnunni, Þrótti R. og Þór/KA sem eru öll tveimur stigum fyrir ofan Hafnfirðinga.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner