Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2020 14:51
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Þróttur skoraði fimm gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur R. 5 - 0 KR
1-0 Stephanie Mariana Ribeiro ('17)
2-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('30)
3-0 Morgan Elizabeth Goff ('35)
4-0 Mary Alice Vignola ('43)
5-0 Stephanie Mariana Ribeiro ('67, víti)

Þróttur R. rúllaði yfir botnlið KR í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deild kvenna. Stephanie Mariana Ribeiro gerði fyrsta markið eftir stundarfjórðung en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir á hrós skilið fyrir frábæra stoðsendingu.

Þróttur hélt áfram að stjórna gangi mála og tvöfaldaði Ólöf Sigríður forystuna eftir frábæra sendingu innfyrir vörnina frá Laura Hughes. Fimm mínútum síðar skoraði Morgan Elizabeth Goff með skalla eftir hornspyrnu.

Mary Alice Vignola gerði út um leikinn með fjórða markinu rétt fyrir leikhlé en tilraunir KR til að minnka muninn voru máttlausar.

Stephanie skoraði annað mark sitt í leiknum úr vítaspyrnu á 67. mínútu en meira gerðist ekki og þægilegur sigur Þróttar staðreynd.

Þróttur er enn í fallbaráttu þrátt fyrir sigurinn og er KR í afar slæmri stöðu á botninum.

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner