Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 04. október 2020 19:36
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Kristins: Þetta var barátta við klukkuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag áttust við HK og KR í Pepsi-Max deild karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli en Ásgeir Marteinsson jafnaði leikinn þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

"Ég held að þetta voru bara sanngjörn úrslit, við vorum að reyna hanga á þessu marki sem við skorum í fyrri hálfleik og mikil þreyta í liðinu sem sást í síðari hálfleik og reyndum að peppa drengina í að gefa allt sem þeir gátu og þeir reyndu það, fúlt að fá þetta mark á sig í lokin þegar við erum búnir að verjast svona vel og við vorum með 4-5 leikmenn nánast haltrandi á vellinum og það er búið að vera mikið álag á okkur, margir leikir á skömmum tíma, kannski meira en HK í þessari stöðu og það sást í okkar leik, við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar í seinni hálfleik eða skora annað markið þannig þetta var smá bara barátta við klukkuna í restina" Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 KR

Hvað var Rúnar ósáttur með í spilamennsku KR-inga í dag?

"Ég er ósáttur kannski við skyndisóknirnar okkar í síðari hálfleik, að hafa ekki leyst þær betur, við vorum í kjörstöðu tvisvar eða þrisvar til að sprengja okkur í gegn og skapa dauðafæri en það klikkuðu of margar sendingar á leiðinni þannig já við gerðum ekki nógu vel í skyndisóknunum til að klára þennan leik"

KR-ingar voru með 7 stráka 20 ára og yngri í hópnum í dag, mikil gleði að það sé mikið af ungum og uppöldum KR-ingum?

"Jú það er alltaf mikið gleðiefni að geta gefið þessum strákum séns að bæði vera í hóp og jafnvel að koma inn á og spila en við söknuðum einhverja sjö eða átta leikmanna sem við hefðum kannski getað nýtt betur og nýtt breiddina og við vorum í rauninni bara með Aron Bjarka og Alex Frey á bekknum og báðir að koma úr meiðslum og svo þessa ungu stráka og þetta var kannski ekki akkúrat leikurinn til þess að henda þeim inn á í dag þegar þetta var svona mikil barátta, mikið af löngum boltum en þegar tíminn kemur en það er samt alltaf ánægjulegt að vera með svona marga og unga KR-inga"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir utan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner