Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 04. október 2020 16:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveinn Þór: Við missum aðeins hausinn þarna í fyrri hálfleik
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni fengu nágranna sína Þór Akureyri í heimsókn til Grenivíkur þegar 20.umferð Lengjudeildar karla hélt áfram göngu sinni.

Magni eru í hörkubaráttu um síðasta lausa sætið í deildinni við Leikni Fásk og Þrótt Reykjavík en öll þessi lið eru með 12 stig í neðstu sætum deildarinnar.

„Jafn leikur í rauninni, bara góður derby slagur með fullt af mörkum og fjöri." Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  4 Þór

Magnamenn fengu draumabyrjun þegar þeir komust yfir strax á fyrstu mínútu en lentu svo 1-3 undir en náðu að koma tilbaka og jafna í 3-3 áður en Þór náði að læða inn sigurmarkinu.
„Við missum aðeins hausinn þarna í fyrri hálfleik og fókusinn fór aðeins frá því þurftum að fókusera á í leiknum og það kostaði svolítið en við ákváðum bara að svara því vel í seinni hálfleik og gerðum það og komum vel tilbaka og mér fannst við nokkurnveginn vera með pínu tök á leiknum, við vissum alveg að það væru gæðamenn hinumeginn sem gætu skorað en það var svekkjandi." 

Kairo Edwards-John skoraði tvö mörk fyrir Magnamenn í leiknum en varð svo fyrir því óláni að klikka á vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. 
„Hann er flottur strákur og búin að standa sig vel. Maður getur alltaf klúðrað víti alveg eins og maður getur alltaf skorað úr víti eða hvernig sem það er, hann var bara óheppin í dag."

Það bíður Magna blóðug barátta um síðasta lausa sætið en Sveinn Þór er bjartsýnn á framhaldið.
„Við erum bjartsýnir, það er bara næsti heimaleikur gegn Vestra hér eftir 6 daga og við undirbúum okkur vel núna í vikunni, verðum svekktir í kvöld en byrjum svo bara undirbúningin á morgun að gera okkur klára fyrir Vestra." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner