Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2020 14:31
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Aron Jó leiddi sóknarlínuna - AIK fjarlægist fallsvæðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson lék allan leikinn en mistókst að skora er Hammarby gerði jafntefli við Djurgården í sænska boltanum í dag.

Liðin mættust í hörkuslag enda bæði í harðri baráttu um Evrópusætin. Liðin eru jöfn á stigum eftir jafnteflið, þremur stigum frá Evrópusæti.

Aron hefur verið í miklu stuði með Hammarby og er kominn með átta mörk í síðustu tíu deildarleikjum.

Kolbeinn Sigþórsson kom þá inn á 80. mínútu í stöðunni 0-2 er AIK lagði Östersund á útivelli.

Þetta var þriðji sigur AIK í röð en liðið var allan fyrri hluta tímabils í óvæntri fallbaráttu. AIK er núna með 27 stig, sex stigum frá fallsvæðinu.

Kolbeinn hefur komið við sögu í tíu leikjum á tímabilinu án þess að skora en í fyrra gerði hann 3 mörk í 17 leikjum.

Hammarby 1 - 1 Djurgården
1-0 M. Tankovic ('24)
1-1 J. Nyholm ('94)

Östersund 1 - 2 AIK
0-1 P. Karlsson ('7)
0-2 H. Goitom ('64)
1-2 T. Isherwood ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner