Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2020 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tinna og þrír lykilmenn framlengja við Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Knattspyrnudeild Gróttu var að gera nýja samninga við fjóra lykilmenn sem hafa gert góða hluti með kvennaliðinu í sumar.

Diljá Mjöll Aronsdóttir, Bjargey Sigurborg Ólafsson, Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir og Tinna Jónsdóttir eru allar búnar að skrifa undir samninga við félagið.

Tinna og Diljá eru leikjahæstu leikmenn Gróttu með 74 leiki að baki og er Tinna jafnframt fyrirliði liðsins. Bjargey hefur einnig spilað með liðinu frá því að meistaraflokkur var settur á laggirnar árið 2016 og er Sigrún á sínu þriðja tímabili með liðinu.

„Það eru gleðitíðindi fyrir félagið að hafa endurnýjað samninga við þessa máttarstólpa. Tinna, Diljá, Bjargey og Sigrún hafa lengi verið kjölfestan í Gróttuliðinu og hafa verið fljótar að aðlagast nýju umhverfi í sterkari deild," segir Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

„Í Gróttu eru margar ungar og efnilegar stelpur sem njóta góðs af því að hafa svona reynslumikla leikmenn í liðinu, þó þær séu nú reyndar sjálfar kornungar."

Stelpurnar eru allar fæddar á bilinu frá 1994 til 1997.

Grótta er um miðja Lengjudeild kvenna með 20 stig eftir 16 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner