Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham lánar Sessegnon og Foyth til útlanda
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greindi frá því í gærkvöldi að tveir leikmenn Tottenham séu á leið út á lánssamninga.

Vinstri bakvörðurinn Ryan Sessegnon, sem getur einnig leikið á kantinum, fer til Hoffenheim að láni út tímabilið.

Sessegnon er tvítugur og var keyptur til Tottenham í fyrra fyrir um 25 milljónir punda. Hann kom aðeins við sögu í tólf leikjum á síðustu leiktíð og er ekki talinn tilbúinn fyrir aðalliðið. Hann spilaði þó 120 leiki á þremur árum hjá Fulham og skoraði 15 mörk á einu tímabili í Championship deildinni.

Argentínski miðvörðurinn Juan Foyth er þá á leið til Villarreal á lánssamning með kaupmöguleika sem nemur 15 milljónum evra.

Foyth er 22 ára og hefur aðeins spilað 30 leiki á þremur árum hjá Tottenham. Hann á tíu landsleiki að baki fyrir Argentínu, níu þeirra spilaði hann í fyrra.

Foyth á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham á meðan Sessegnon á fimm ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner