Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Þór skoraði - Ísak Óli í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson og Ísak Óli Ólafsson gerðu góða hluti í skandínavíska boltanum í dag.

Alex Þór lék allan leikinn á miðjunni hjá Östers sem gerði 2-2 jafntefli við Brage í jöfnum leik í sænsku B-deildinni.

Liðin skiptust á að skora þar sem heimamenn í Brage tóku forystuna tvívegis og í seinna skiptið var það Alex Þór sem gerði jöfnunarmark Östers undir lok fyrri hálfleiks.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan sanngjarnt 2-2 jafntefli þar sem Alex Þór tryggði sínum mönnum stig.

Östers er átta stigum frá toppbaráttu B-deildarinnar eftir leikinn.

Brage 2 - 2 Östers
1-0 L. Pllana ('13)
1-1 N. Mortensen ('31)
2-1 P. Hindrikes ('33)
2-2 Alex Þór Hauksson ('42)

Í Danmörku kom Ísak Óli Ólafsson inn af bekknum fyrir hinn meidda Rudi Pache eftir 30 mínútur er Esbjerg mætti HB Köge.

Staðan var markalaus í leikhlé en heimamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks og gerðu út um viðureignina í uppbótartíma.

Esbjerg er um miðja deild eftir sigurinn, með 12 stig úr 11 umferðum.

Esbjerg 2 - 0 HB Köge
1-0 C. Ouzounidis ('55)
2-0 N. Jakobsen ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner