mán 04. október 2021 13:01
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Aron í liði umferðarinnar - „Er ekki skrítið að hann sé ekki í landsliðshópnum?"
Icelandair
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson heldur áfram að spila frábærlega á miðju OB í dönsku úrvalsdeildinni og er valinn í úrvalslið vikunnar eftir frammistöðuna í 6-0 sigri gegn Vejle á föstudag.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var rætt um það að hann hafi ekki verið valinn í íslenska landsliðið fyrir komandi leiki.

„Er ekki svolítið skrítið að hann sé ekki valinn?" spurði Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson svaraði því játandi.

„Hann er tölfræðilega einn besti djúpi miðjumaður í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er 1,91 og orðinn allt annar leikmaður en hann var þegar hann var að sóla menn og skora. Hann er orðinn sterkari og er orðinn buff á miðjunni sem vinnur einvígi og vinnur skallaeinvígi. Hann hefur samt þessa fótboltahæfileika og er að spila rosalega vel," sagði Tómas.

„Ég ætla að spá því að Aron Þrándar endi í hópnum, verði kallaður inn," sagði Elvar Geir.
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Arnar Grétars og Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner