Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. október 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel utan hóps en samt heill heilsu
Í leik með Blackpool á síðasta tímabili.
Í leik með Blackpool á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Á landsliðsæfingu árið 2019.
Á landsliðsæfingu árið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson er leikmaður Blackpool sem er nýliði í ensku Championship deildinni. Liðið fór upp úr League One, C-deild í vor.

Daníel hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins að undanförnu en hann sneri til baka eftir meiðsli í ágúst. Hann spilaði gegn Sunderland í enska deildarbikarnum, var næstu tvo leiki í deildinni á varamannabekknum en hefur ekki verið í leikmannahópnum síðan.

Daníel fór í aðgerð undir lok síðasta tímabils vegna meiðsla á öxl og missti af umspilssleikjum Blackpool í vor.

Blackpool var spáð sautjánda sætinu í deildinni fyrir tímabilið en er eftir ellefu umferðir í 12. sætinu og hefur fengið tíu stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.

Jón Guðni Fjóluson meiddist í gær og getur ekki spilað með landsliðinu í komandi leikjum. Eftir í landsliðshónum eru einungis þrír miðiverðir; þeir Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Ari Leifsson.

Fótbolti.net setti saman lista yfir mögulega leikmenn sem gætu verið kallaðir inn í hópinn. Mögulega verður þó enginn kallaður inn.

Sjá einnig:
Miðvarðavesen í landsliðinu - Hver kemur inn fyrir Jón Guðna?

Daníel Leó á að baki einn A-landsleik, hann spilaði gegn Kanada í janúar í fyrra. Fréttaritari hafði samband við Daníel og forvitnaðist um stöðuna á honum.

„Ég er 100% heill og er bara að bíða eftir séns. Það er búið að ganga vel hjá liðinu síðustu vikur," sagði Daníel Leó við Fótbolta.net í dag.

Aðspurður sagði hann að það kæmi fyrir að hann spilaði með varaliði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner