Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Rafn setti met - „Stórkostlega galið ef hann byrjar ekki báða landsleikina"
Icelandair
Elías Rafn varði mark U21 landsliðsins í september.
Elías Rafn varði mark U21 landsliðsins í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Midtjylland á dögunum.
Í leik með Midtjylland á dögunum.
Mynd: Getty Images
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, setti í gær met í dönsku úrvalsdeildinni þegar hann hélt hreinu í fimmta leiknum í röð. Elías spilaði sinn fyrsta leik í deildinni á þessu tímabili og hefur haldið hreinu í öllum fimm leikjunum sem hann hefur spilað. Enginn markvörður hafði afrekað að halda hreinu í sínum fyrstu fimm leikjum í röð.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag var rætt um markvarðarmálin í íslenska landsliðinu. Elías Rafn, sem er 21 árs, er í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson eru einnig í hópnum.

„Elías kemur óvænt inn í markið hjá Midtjylland vegna meiðsla. Svo er aðalmarkvörðurinn orðinn klár og þá virðist Elías vera orðinn aðalmarkvörður Midtjylland, sem er risastórt," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Það er risastórt, því FC Midtjylland er eitt af þremur stærstu félögum Danmörku. Að vera hluti af þessu Midtjylland-Brentford dæmi öllu er frekar stór heiður, sérstaklega fyrir unga menn í dag. Ég vil benda á að það er ekki bara einhver markvörður heldur er þetta Jonas Lössl. Hann er með Premier League reynslu, að fá hann til baka í danska boltann var stórt, hann er frábær markmaður á skandinavísku kalíberi," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Inn í liðið kemur Elías Rafn og fær bara ekki á sig mark. Ég horfði á það helsta úr leiknum gegn FCK þegar Midtjylland var manni færri. Þetta var rosalegt. Hann þurfti ekki að vera í neinum rosalegum vörslum en sjálfstraustið þegar hann sveif út í teiginn þegar hann var að kýla og grípa boltann. Ég get rétt ímyndað mér að varnarmönnum Midtjylland hafi liðið eins og undir kósý teppi. Það var svo þægilegt að hafa hann fyrir aftan sig."

„Svakaleg hæð, flottur strákur og það er stórkostlega galið ef hann byrjar ekki báða leikina núna. Ég veit að það á að ala Rúnar Alex upp í þetta en hann er ekki heit hönd núna. Hann er lánaður til Belgíu, er fínn markvörður en við hljótum að velja manninn sem er besti markvörðurinn í Danmörku núna. Elías er líka fimm árum yngri,"
sagði Tómas.

„Eins og Arnar Viðarsson talar þá ætlar hann ekki að hafa aðalmarkmann fram yfir Þjóðadeildina á næsta ári," sagði Elvar.

„Þess þá heldur að spila Elíasi núna. Hann er sá heitasti í dag," sagði Tómas. Umræðuna má nálgast í spilaranum hér að neðan.

Á forsíðu Fótbolta.net er könnun í gangi þar sem spurt er hver eigi að vera aðalmarkvörður landsliðsins. Elías Rafn er þar efstur með ríflega 50% atkvæða. Rúnar Alex er í öðru sæti með um 30% atkvæða.

Sjá einnig:
Ætla að nota 15 mánuði í að finna út hver sé aðalmarkvörður
Elías Rafn leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Arnar Grétars og Pepsi Max
Athugasemdir
banner
banner