Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola, Di Maria og Ancelotti í Pandóra-skjölunum
Mynd: EPA
Á dögunum átti einn stærsti leki sögunnar á fjármálaupplýsingum sér stað og hafa nöfn hinna ýmissu stórstjarna sprottið upp og þar á meðal eru nokkrir úr knattspyrnuheiminum.

Pandóra-skjölin voru afhjúpuð á dögunum og er ljóst að Pep Guardiola, Angel Di Maria og Carlo Ancelotti eru partur af lekanum.

Guardiola nýtti sér reikning í Andorra til að fela innkomu frá skattayfirvöldum á Spáni og þá er Ancelotti talinn hafa nýtt sér aflandsreikninga til að skjóta rúmri milljón evra undan skatti meðan hann var við stjórnvölinn hjá Real Madrid. Til gamans má geta að Ancelotti er tekinn aftur við Real og stýrir félaginu í dag.

Di Maria lék fyrir Real Madrid frá 2010 til 2014 og hefur einnig nýtt sér aflandsreikninga til að skjóta undan skatti.

Kólumbíska söngkonan Shakira er einnig í lekanum en ekki eiginmaður hennar, Gerard Pique varnarmaður Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner