mán 04. október 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haaland dregur sig úr norska hópnum
Erling Haaland
Erling Haaland
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland mun ekki spila með norska landsliðinu í komandi verkefni vegna meiðsla. Haaland greinir frá þessu á Twitter reikningi sínum og óskar norska liðinu góðs gengis í landsleikjunum framundan.

Haaland var valinn í hópinn en hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðslanna.

Haaland hefur misst af síðustu þremur leikjum Dortmund vegna meiðslanna. Dortmund vann gegn Sporting og Augsburg en tapaði gegn Gladbach í fjarveru Haaland.

Norðmenn eru í öðru sæti í riðli G í undan­keppn­inni fyrir HM á næsta ári. Liðið er með jafnmörg stig og Holland og er tveimur stigum fyrir ofan Tyrkland.

Liðið á framundan leiki gegn Tyrklandi á útivelli og Svartfjallandi á heimavelli.

Norski meiðslalistinn: Erling Braut Haaland, Rune Jarstein, André Hansen, Joshua King, Omar Elabdellaoui, Kristoffer Ajer, Jonas Svensson, Sander Berge, Mathias Normann, Fredrik Midtsjø og Alexander Sørloth.


Athugasemdir
banner
banner
banner