Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Henderson: Við erum vonsviknir
Jordan Henderson í baráttunni við Phil Foden í gær
Jordan Henderson í baráttunni við Phil Foden í gær
Mynd: EPA
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var vonsvikinn með 2-2 jafnteflið gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir lélegan fyrri hálfleik tókst Liverpool að bæta frammistöðuna í þeim síðari. Liðið komst tvisvar yfir en City tókst að jafna leikinn í tvígang.

Hann var vonsvikinn með frammistöðuna í heild sinni.

„Við vorum svolítið óheppnir að ná ekki að taka þrjú stigin með okkur. Við vorum ekki að pressa þá rétt í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ágætlega en eftir fyrstu tíu mínúturnar náðum við ekki að beita okkur eins og við vildum. Við gerðum þó betur í þeim síðari."

„Ef á heildina er litið þá erum við vonsviknir. Við getum gert betur í fyrri hálfleik og svo á síðustu tíu mínútunum. Þegar við erum 2-1 yfir áttum við klára leikinn. Það jákvæða er þó að City er með mjög gott lið og þetta er erfiður leikur en við erum samt svolítið vonsviknir

„Markið hjá Salah var ótrúlegt. Hann var að fara illa með leikmenn og er stórhættulegur í þessari stöðu. Því miður var þetta ekki sigurmarkið,"
sagði Henderson.
Athugasemdir
banner
banner