Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 10:13
Elvar Geir Magnússon
„Jafntefli voru alls ekki sanngjörn úrslit"
James Milner hefði átt að fá rautt spjald að mati Jermaine Jenas.
James Milner hefði átt að fá rautt spjald að mati Jermaine Jenas.
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas (til hægri) sérfræðingur BBC.
Jermaine Jenas (til hægri) sérfræðingur BBC.
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas, sérfræðingur BBC, segir að Liverpool hafi ekki verðskuldað jafnteflið sem liðið fékk gegn Manchester City í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur og endaði 2-2.

„Liverpool var kæft og komst ekkert áleiðis í fyrri hálfleiknum, liðið var heppið að ná 0-0 inn í hálfleikinn og þrátt fyrir bætingu eftir hlé þá vantaði liðinu trú þar til Salah steig upp," segir Jenas.

Liverpool komst tvívegis yfir í leiknum en City náði í bæði skiptin að jafna.

„Klopp er vanur því að horfa á sitt lið stýra leikjum en að þessu sinni þurfti hann að stóla á að Salah og Mane myndu búa til eitthvað sérstakt. Hann fann leið til að koma þeim inn í leikinn og þá varð mikil bæting hjá Liverpool."

Milner hefði átt að fá rautt
„Ég veit að það er umdeilt um hvort jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit að lokum en ég tel svo ekki vera. Liverpool hefði átt að missa James Milner af velli með rautt spjald og það hefði gjörbreytt öllu."

„Fyrra brot Milner á Foden var fyrir utan teig en hann reyndi ekki við boltann og það hefði átt að vera rautt spjald. Foden fékk samt ekki einu sinni aukaspyrnu. Svo var annað brot hjá Milner á Foden þar sem hann fékk gult en braut svo aftur af sér stuttu síðar en fékk ekki annað gult."

„Ég get algjörlega skilið af hverju Guardiola var að missa sig á hliðarlínunni. Það var ekki bara stór einstaklingsframtök hjá ofurstjörnum Liverpool sem gáfu liðinu þessi úrslit í gær. Stóru ákvarðanir dómarans hjálpuðu líka," segir Jenas.

„Það eru alltaf góð úrslit hjá City að ná stigi á Anfield en liðið hefði átt að fá öll stigin."
Athugasemdir
banner
banner