Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman bannað að ræða við fjölmiðla í Hollandi
Mynd: Getty
Tími Ronald Koeman við stjórnvölinn hjá Barcelona virðist svo gott sem liðinn eftir slæm úrslit undir hans stjórn.

Koeman er afar umdeildur þjálfari og meðal annars þekktur fyrir að vera beinskeyttur og opinn í viðtölum.

Koeman fer oft í viðtöl og var bókaður í ítarlegt viðtal í beinni útsendingu í Hollandi í landsleikjahlénu en hefur hætt við að mæta.

Fréttamaðurinn sem átti að ræða við Koeman hefur tjáð sig um málið.

„Þetta var allt klárt en allt í einu var honum bannað að mæta. Hann vildi mæta í þáttinn en svo tilkynnti Joan Laporta að hann mætti ekki ræða við fjölmiðla í Hollandi," sagði fréttamaðurinn Johnny de Mol.

Joan Laporta, forseti Börsunga sem er svipað umdeildur og Koeman, virðist vera að gera sig kláran til að reka Hollendinginn sem tók við stjórnartaumunum í ágúst 2020.
Athugasemdir
banner
banner