Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Man City þarf að hafa of mikið fyrir því að skora mark
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas (til hægri) sérfræðingur BBC.
Jermaine Jenas (til hægri) sérfræðingur BBC.
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas, sérfræðingur BBC, telur enn að Manchester City sé líklegast til að vinna ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili en það sé áhyggjuefni hversu mikið liðið þurfi að hafa fyrir því að skora.

„Spilamennska liðsins hefur verið mögnuð en markaskorunin ekki í samræmi við það. Jafnteflið gegn Liverpool var annað dæmi um það. Eins gott og City liðið var á löngum köflum á Anfield, og þeir voru mjög hættulegir, þá voru tímar sem ég hugsaði hvort þeir myndu ná að finna leiðina í netið," segir Jenas.

„Sú umræða um að þeir þurfi að fá inn sóknarmann er orðin háværari en nokkru sinni. Stuðningsmenn City geta bent á að liðið hafi skorað fimm mörk gegn Norwich og fimm gegn Arsenal en það eru ekki leikirnir sem skipta sköpum á tímabilinu."

„Það eru leikir eins og þessi í Frakklandi í síðustu viku, City lék virkilega vel gegn Paris St-Germain en náði ekki að skora. Sá leikur sýndi að liðinu vantar markaskorara í lið sitt. Spurningin um hvað alvöru sóknarmaður myndi gera fyrir City mun umkringja Pep Guardiola fram í janúargluggann, og ef félaginu mistekst að kaupa mann þá helst hún út tímabilið."

„Eins góður og Jack Grealish er þá mun fólk alltaf spyrja sig þegar liðið vinnur ekki leik hvort ekki hefði verið meiri þörf á að kaupa sóknarmann. Pep Guardiola getur sagt að liðið hafi ekki þurft sóknarmann til að vinna deildina síðast en þá hafði liðið öll þessi mörk frá Ilkay Gundogan. Hann er bara kominn með eitt á þessu tímabili. Raheem Sterling er heldur ekki að skora svo hver á að skila mörkunum á stórum stundum í stærstu leikjunum?"

„Jú vissulega komu þeir tvisvar til baka og skoruðu mörk gegn Liverpool en City átti að vera búið að gera út um þennan leik þegar Liverpool skoraði fyrsta markið," segir Jenas.
Athugasemdir
banner
banner
banner