Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. október 2021 12:25
Elvar Geir Magnússon
Mbappe óánægður með forráðamenn PSG - Bað um að fara í sumar
Kylian Mbappe, leikmaður PSG.
Kylian Mbappe, leikmaður PSG.
Mynd: Getty Images
Mbappe í landsleik með Frakklandi.
Mbappe í landsleik með Frakklandi.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe hefur staðfest að hann bað um að yfirgefa Paris Saint-Germain í lok júlí en Real Madrid reyndi að fá hann í sumar. Spænsku risarnir buðu 137 milljónir punda og svo 154 milljónir í franska landsliðsmanninn en eigendur PSG svöruðu ekki tilboðunum.

Mbappe er 22 ára og er á lokaári samnings síns. Hann gæti því farið á frjálsri sölu til Madrídar eftir tímabilið en hann hefur ekki gengið að samningstilboðum franska stórliðsins.

Mbappe staðfestir í viðtali við RMC Sport að hann vildi yfirgefa félagið um mitt sumar og gefa því svigrúm til að fá inn leikmann í sumar.

„Ég bað um að fá að fara því ég vildi ekki skrifa undir nýjan samning. Ég vildi að félagið gæti fengið eitthvað fyrir mig og keypt gæðaleikmann í staðinn," segir Mbappe.

„Þetta félag hefur fært mér mikið og ég hef alltaf verið ánægður. Ég tilkynnti þeim hug minn nægilega snemma svo félagið gæti brugðist við. Ég sagði þeim að ef þeir vildu ekki að ég færi þá yrði ég áfram út samninginn."

Mbappe segir ekki satt að hann hafi hafnað fjölda tilboða um nýjan samning hjá PSG og er reiður yfir þeim ásökunum að hann hafi bara reynt að koma sér til Real Madrid í lokaviku félagaskiptagluggans.

Leonardo íþróttastjóri PSG sakaði Real Madrid um óvirðingu en Mbappe segist hafa beðið um að fá að fara þegar hann kom aftur til starfa í júlí eftir sumarfrí í kjölfar þess að hafa spilað fyrir Frakkland á EM alls staðar.

„Fólk segir að ég hafi hafnað sex eða sjö tilboðum um nýjan samning, að ég vilji ekki tala við Leonardo. Það er enginn sannleikur í því. Ég tilkynnti nokkuð snemma að ég vildi fara. Ég er ekki hrifinn af fullyrðingum um að ég hafi komið í lokavikunni í ágúst. Það lætur mig líta út fyrir að vera þjófur," segir Mbappe.

Sjá einnig:
Benzema: Mbappe mun ganga til liðs við Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner