Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. október 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mike Phelan búinn að skrifa undir þriggja ára samning
Stjórnin styður Solskjær
Mynd: Getty Images
Mike Phelan, aðstoðarþjálfari Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Það er hluti stuðningsmanna Man Utd sem vill sjá nýjan mann taka við stjórnartaumunum en stjórn félagsins styður við Solskjær sem hefur stýrt Rauðu djöflunum í rétt tæp þrjú ár.

Solskjær og Phelan eru nú báðir samningsbundnir Man Utd til sumarsins 2024.

Solskjær kynntist Phelan fyrst sem leikmaður, þá var Phelan í þjálfarastarfi undir stjórn Sir Alex Ferguson og áttu þeir í nánu samstarfi.

Það fyrsta sem Solskjær gerði þegar hann tók við Man Utd var að ráða Phelan aftur í þjálfarateymið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner