mán 04. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho ósigraður á heimavelli í 42 leikjum
Jose Mourinho er ósigraður á heimavelli í Seríu A
Jose Mourinho er ósigraður á heimavelli í Seríu A
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho stýrði liði sínu, Roma, til sigurs gegn Empoli, 2-0, í ítölsku deildinni um helgina en hann hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni í síðustu 42 leikjum.

Mourinho tók við Roma í sumar eftir að Paulo Fonseca var látinn taka poka sinn og hefur hann gert ótrúlega hluti með ítalska liðið.

Roma hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum í deildinni og virðist hann vera að byggja upp ágætis hóp í Róm.

Liðið vann Empoli 2-0 og hefur nú Mourinho ekki tapað leik á heimavelli í Seríu A í síðustu 42 leikjum.

Hann hefur aðeins stýrt Roma í fjórum heimaleikjum og reyndar unnið alla en þá var hann einnig ósigraður er hann þjálfaði Inter frá 2008 til 2010.

Aðeins fengust tvö stig fyrir sigur fram að tímabilinu 1994/1995 þegar þrjú stig voru kynnt til leiks. Mourinho bætti metið í nýja fyrirkomulaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner