Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Neymar er ofdekraður krakki sem skipar öllum fyrir"
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar á aðdáendur um allan heim en Edouard Cisse, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain, virðist þó ekki vera einn þeirra.

Cisse spilaði með PSG frá 1997 til 1997 og vann þar bæði franska bikarinn og deildabikarinn auk þess sem liðið vann gömlu Inter Toto keppnina.

Hann hefur sterkar skoðanir á Neymar og segir hann vera allt annan leikmann en þegar hann spilaði fyrir Barcelona. PSG hafi gefið honum allt sem hann vildi og í dag sé hann bara ofdekraður krakki.

„Það var strúktur hjá Barcelona. Leikstíll hans var hreinni þó hann hafi verið mikið með boltann. Hlutverk hans var að brjóta niður varnir, hafa áhrif og koma boltanum á hershöfðingjann, Lionel Messi."

„Hann gerði það svo vel að þetta var hans annað sjálf. Þegar hann mætti til PSG þá gáfu þeir honum lyklana og leyfðu honum að gera það sem hann vildi. Hann var týndur í fyrstu."

„Hann er magnaður leikmaður og það getur enginn efast um það en hann orðinn að ofdekruðum krakka sem skipar öllum fyrir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner