mán 04. október 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Nýir Þjóðadeildarmeistarar verða krýndir næsta sunnudag
Evrópumeistarar Ítalíu mæta Spáni í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á miðvikudag.
Evrópumeistarar Ítalíu mæta Spáni í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á miðvikudag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar hefst í vikunni með undanúrslitaleikjum, úrslitaleikurinn verður svo spilaður næsta sunnudag.

Þetta er í annað sinn sem Þjóðadeildarmeistari verður krýndur en Portúgal vann keppnina 2019. Portúgal komst hinsvegar ekki í undanúrslitin að þessu sinni.

Hvar verður spilað?
Úrslitakeppnin verður milli 6. og 10. október og er spiluð í Mílanó og Tórínó á Ítalíu.

Hvaða lið keppa?
Liðin fjögur sem unnu riðla sína í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Belgía
Frakkland
Ítalía
Spánn

Leikirnir:

Miðvikudagur 6. október:
18:45 Ítalía - Spánn (San Siro, Mílanó)

Fimmtudagur 7. október:
18:45 Belgía - Frakkland (Juventus leikvangurinn, Tórínó)

Sunnudagur 10. október:
13:00 Leikurinn um þriðja sætið (Juventus leikvangurinn, Tórínó)
18:45 Úrslitaleikurinn (San Siro, Mílanó)

Stöð 2 Sport sýnir leikina í beinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner