Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. október 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Puma fylgist með Söru: Hægt að snúa aftur eftir barnsburð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið meðal fremstu knattspyrnukvenna heims undanfarin ár en hún er frá keppni þessa dagana.

Hún er samningsbundin franska stórveldinu Lyon og er í pásu frá knattspyrnu vegna þungunar.

Sara Björk er komin nokkra mánuði á leið og vill núna sanna fyrir öðrum knattspyrnukonum að það sé hægt að snúa aftur og spila í hæsta gæðaflokki eftir barnsburð. Íþróttamerkið PUMA hyggst fylgjast með Söru í bataferlinu og verður spennandi að sjá hvernig gengur.

„Það er erfitt að stofna fjölskyldu samhliða því að vera í atvinnumennsku í íþróttum. Ég vil sanna fyrir ykkur að það er hægt að koma til baka eftir barnsburð og spila í hæsta gæðaflokki," skrifaði Sara Björk í færslu á Twitter og birti myndband sem var unnið í samstarfi við Puma.

„Ég vona að þetta hvetji konur áfram og sanni að við þurfum ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu eða vera atvinnumenn í íþróttum."


Athugasemdir
banner
banner