Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Salah skoraði sjöunda leikinn í röð
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah var á allra vörum eftir 2-2 jafntefli Liverpool og Manchester City í gær en hann skoraði einkar fallegt mark í leiknum.

Hann fór illa með þrjá varnarmenn City áður en hann skoraði framhjá Ederson í markinu og þá lagði hann einnig upp fyrra mark liðsins.

Þetta var sjöundi leikurinn í röð í öllum keppnum sem hann skorar fyrir Liverpool.

Þetta er í annað sinn sem honum tekst að skora sjö leiki í röð fyrir Liverpool en hann gerði það síðast árið 2018. Hann á því möguleika á að bæta metið eftir landsleikjafríið.

Salah er kominn með 9 mörk í 9 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner