Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 15:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Austurfrétt 
Sameining í kortunum fyrir austan
Óvíst hver verður þjálfari
Úr leik hjá Leikni í sumar.
Úr leik hjá Leikni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leik hjá Fjarðabyggð.
Úr leik hjá Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðræður eru hafnar um að senda sameiginlegt lið Leiknis og Fjarðabyggðar til leiks á íslandsmótinu á næsta ári. Leiknir hefur sagt upp samningi við þjálfara meistaraflokks vegna þessa. Frá þessu er greint í frétt á Austurfrétt.is í dag.

Brynjar Skúlason hefur þjálfað Leikni undanfarin ár en það var uppsagnarákvæði í samningnum og nýtti stjórn Leiknis sér. Binni, eins og hann er oftast kallaður, er ekki úr myndinni sem þjálfari sameinaðs liðs. Ný stjórn mun ráða þjálfara eftir sameiningu.

Í frétt Austurfréttar er vitnað í Magnús Ásgrímsson, formann knattspyrnudeildar Leiknis. „Hann er ekkert út úr myndinni sem þjálfari sameinaðs liðs. Ef af sameiningunni verður ekki munum við tala aftur við Brynjar," sagði Magnús.

Fjarðabyggð féll úr 2. deild í sumar en Leiknir endaði í 10. sæti deildarinnar. Magnús segir stefnt á að sameiginlegt lið taki sæti Leiknis en ræða þurfi við bæði Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem og Knattspyrnusamband Íslands hvort og hvernig það verði gert.


Brynjar Skúlason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner