Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. október 2021 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir bráðnauðsynlegt að Liverpool semji við besta leikmann Evrópu
Salah átti frábæran sprett og skoraði svo með þessu skoti.
Salah átti frábæran sprett og skoraði svo með þessu skoti.
Mynd: EPA
carragher
carragher
Mynd: Getty Images
„Ég held að það sé enginn í heiminum sem er að spila betur þessa stundina," sagði Jamie Carragher, sérfæðingur á Sky Sports, um Mo Salah eftir leik Liverpool og Manchester City. Leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli og Salah bæði skoraði og lagði upp mark fyrir Liverpool í leiknum.

„Frammistaða hans og tölfræði í upphafi tímabils hefur verið algjörlega framúrskarandi. Ég hef aldrei séð hann spilað betur."

Salah hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur í fyrstu sjö umferðunum í úrvalsdeildinni. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Félagið framlengdi samninga sína við Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Alisson og Fabinho í sumar en á enn eftir að ná samkomulagi við Salah.

„Ég hef sagt það að undanförnu að Salah er einn sá besti sem hefur spilað fyrir félagið. Ian Rush, Roger Hunt... Mo Salah er á þeim stalli. Hann færi inn í besta lið Liverpool allra tíma."

„Liverpool er ekki með sama fjármagn og Manchester City en Salah er að spila best af öllum í evrópska fótboltanum. Liverpool hefur ekki efni á því að klára ekki að semja við hann, félagið gæti misst hann á næstu tveimur árum. Það er bráðnauðsynlegt að á meðan Salah er á toppnum á sínum ferli að hann sé að skora mörk í rauðu Liverpool treyjunni,"
sagði Carragher.

Markið sem Salah skoraði kom eftir frábært einstaklingsframtak. Það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner