Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. nóvember 2019 07:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cannavaro snúinn aftur til Guangzhou
Cannavaro fyrir góðgerðarleik í október.
Cannavaro fyrir góðgerðarleik í október.
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro var settur í kælingu frá stjórastarfi sínu hjá kínverska félaginu Guangzhou Evergrande í síðasta mánuði.

Hann hefur nú verið kallaður til baka og er aftur tekinn við liðinu. Vika er síðan Cannavaro var leystur undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera stjóri liðsins og Zhang Zhi tók við liðinu á meðan.

Cannavaro var ýtt til hliðar eftir 2-2 jafntefli gegn Henan Jianye um síðustu helgi. Jafnteflið kom í kjölfarið á tapi liðsins í Meistaradeild Asíu sem fór illa í stjórnarmeðlimi félagsins.

Eftir þessa stuttu kælingu er Cannavaro aftur kominn í náðina hjá félaginu. Stjórnarmeðlimir urðu sammála um að best væri að halda Cannavaro við stjórnvölinn.

Cannavaro sendi í gær bréf á formann félagsins þar sem hann fór yfir verk sín á árinu. Xu Jiayin, formaður félagsins, hefur ekki verið sáttur við sjórnarhætti Cannavaro og því var Ítalinn settur til hliðar.

Jiayin vonast til að Cannavaro bæti vinnubrögð sín og leggi meira á sig sem þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner