mán 04. nóvember 2019 22:00
Aksentije Milisic
Capello ráðleggur Allegri að fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur ráðlagt Massimiliano Allegri, að bíða eftir því að stjórastaða Man Utd verði laus.

Capello þjálfaði Juventus frá árinu 2004 til 2006. Allegri tók við liðinu árið 2014 og vann Seríu A fimm ár í röð áður en hann hætti eftir síðasta tímabil.

Capello var spurður að því hvort honum fyndist Allegri vera rétti maðurinn til að taka við Bayern Munchen.

„Ég held að hann yrði góð lausn fyrir Bayern. Ég er þó ekki viss um hvort að ítalskir þjálfarar séu velkomnir í þýsku deildina eftir tíma Ancelotti þar," sagði Capello.

„England er spennandi kostur. Þar er möguleiki á að standa sig vel og enska úrvalsdeildin er sú deild sem allir vilja prófa á ferlinum. Ef ég væri Allegri, þá færi ég til Man Utd."

Bayern Munchen er án þjálfara sem stendur en Niko Kovac var rekinn frá liðinu í gær eftir 5-1 niðurlæginguna gegn Frankfurt um helgina. Á meðan virðist United ætla halda sig við Ole Gunnar Solskjær eitthvað lengur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner