Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. nóvember 2019 12:42
Magnús Már Einarsson
Gunnar Nielsen: Það hafa nokkur lið heyrt í mér
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er að skoða málin. Ég er að tala við FH og við erum að skoða hvernig staðan er. Ég er ekki að stressa mig. Ég er að skoða hvað er í boði og hvað verður næsta skref," sagði færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hinn 33 ára gamli Gunnar hefur spilað með FH undanfarin fjögur ár en samningur hans rann út í síðasta mánuði. Gunnar handleggsbrotnaði síðastliðið vor og náði ekki að vinna stöðuna aftur af Daða Frey Arnarsyni.

Gunnar hefur rætt við FH um nýjan samning og þá hafa fleiri íslensk félög sýnt honum áhuga.

„Það hafa nokkur lið heyrt í mér. Mér finnst gaman í FH og FH er flottur klúbbur. Ég er alveg til í að taka samkeppni við Daða en næsta skref er mikilvægt hjá mér."

Gunnar spilaði með Stjörnunni árið 2015 áður en hann gekk í raðir FH. Hann kann vel við sig á Íslandi og reiknar með að spila áfram hér á landi.

„Eins og staðan er núna finnst mér líklegt að ég verði áfram á Íslandi. Ég útiloka ekki að fara erlendis en ég ætla fyrst að skoða hvað er í boði á Íslandi. Ég hef verið hér í nokkur ár og fjölskyldunni líður vel hér," sagði Gunnar við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner