Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heskey hvetur Liverpool til að kaupa Sancho
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, fyrrum leikmaður Liverpool, er á því að Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, sé sá leikmaður sem Liverpool ætti að krækja í næst á leikmannamarkaðnum.

Hinn 19 ára Sancho hefur blómstrað hjá Dortmund eftir að hafa verið keyptur frá Man City árið 2017. Sancho hefur skorað 18 mörk í 66 leikjum. Manchester United hefur einnig augastað á vængmanninum.

„Sancho yrði flott viðbót við öll topplið deildarinnar ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Heskey við Starsport.

„Mörkin sem hann kemur með og stoðsendingarnar, hættulegu sprettirnir og hræðslan sem hann myndi búa til í vörnum andstæðingana myndi hjálpa hvaða liði sem er."

Sancho hefur nú þegar leikið 10 landsleiki fyrir England og nokkuð ljóst að það félag sem ætlar að krækja í leikmanninn þyrfti að punga út hárri upphæð fyrir ungstirnið.
Athugasemdir
banner
banner
banner