Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Knattspyrnusambandið fann engin sönnunargögn um ólöglegar greiðslur frá City
Mynd: Getty Images
Í lok febrúar á þessu ári var Manchester City sakað um brot á reglum í kringum samning Jadon Sancho. Félagið var undir rannsókn vegna mögulegs brots á reglum þegar Sancho kom til félagsins frá Watford árið 2015.

City var ásakað um að hafa borgað umboðsmanni Sancho dágóða summu til að fá undirskrift leikmannsins. Leikmenn mega ekki vera með umboðsmann á sínum snærum fyrr en þeir verða 16 ára en Sancho var á þessum tíma 14. Nánar má lesa um það hér.

Enska knattspyrnusambandið hefur rannsakað málið að undanförnu og sendi í gær frá sér tilkynningu um að það hefði ekki fundið nein sönnunargögn um brot á reglum.

Sambandið segist þó ætla að halda möguleikanum opnum á því opna aftur á málið í framtíðinni ef fleiri sönnunargögn berast.

Sancho lék aldrei aðalliðsleik fyrir City en hann var keyptur til Dortmund á 8 milljónir punda í ágúst 2017. Hann er í dag 19 ára og hefur leikið 10 landsleiki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner